Hvað felst í því að fara með forsjá?

Barn á rétt á forsjá foreldra sinna, annars eða beggja.

Sá sem fer með forsjá barns ræður persónulegum högum barnsins, ákveður búsetu þess og fer einnig með lögformlegt fyrirsvar þess, t.d. í dómsmáli. Forsjármaður skal annast barn, sjá því fyrir mat, klæðnaði og húsnæði og vernda það fyrir andlegu og líkamlegu ofbeldi og annarri vanvirðandi háttsemi. Þá felur forsjá í sér skyldu til að sjá til þess að barn fái lögmælta fræðslu.

Barn á rétt á umhyggju og virðingu og forsjármaður skal sinna forsjár- og uppeldisskyldum sínum í samræmi við það sem barninu er fyrir bestu.

Forsjárforeldri sem fer eitt með forsjá er skylt að stuðla að því að barn njóti umgengni við hitt foreldri sitt.

Foreldrar skulu hafa samráð við barn sitt um málefni þess eftir því sem barn hefur þroska til. Afstaða barns skal fá aukið vægi eftir því sem barnið eldist og þroskast.

Fari foreldrar sameiginlega með forsjá barns og annað þeirra getur ekki sinnt forsjárskyldum sínum eru nauðsynlegar ákvarðanir hins um persónulega hagi barnsins gildar.

Ef foreldrar fara sameiginlega með forsjá barns er öðru foreldra óheimilt að fara með barnið úr landi án samþykki hins.

Comments are closed.