Um félagið

fef.is
Félagið var stofnað í nóvember árið 1969 og voru stofnfélagar 300 talsins.
Félagið hefur barist fyrir réttindum einstæðra foreldra og staðið vörð um hagsmuni þeirra og barna þeirra allar götur síðan.

Félagið er hagsmunasamtök og rekið að miklu leiti af sjálfboðaliðum af mikilli hugsjón.
Félagið er óháð opinberum stofnunum og getur hjálpað félagsmönnum að eiga við slíkar stofnanir með faglegri ráðgjöf og handleiðslu félagsfræðings og lögfræðings.
Allir meðlimir stjórnar þekkja á eigin skinni hvað það er að vera einstætt foreldri og vinna. Öll vinna stjórnar er í sjálfboðaliðsvinnu.
Stjórnin er endurkjörin ár hvert og eru upplýsingar um sitjandi stjórn að finna á heimasíðu okkar.

Við viljum:
Standa vörð um velferð þína og barna þinna.
Berjast fyrir málefnum einstæðra foreldra og vekja athygli á því sem betur má fara
Bjóða upp á ráðgjöf sem hentar þér
Hjálpa þér að hjálpa þér sjálfri/sjálfum
Skapa tengsl milli einstæðra foreldra og byggja starf okkar á hvatningu hvert við annað
Bæta ímynd einstæðra foreldra og koma í veg fyrir fordóma og kerfisbundna mismun gagnvart þeim og börnum þeirra.

Félagið er fyrir alla einstæða foreldra óháð tekjum, aldri, búsetu, kyni, kynhneigð eða uppruna.
Félagið styður einnig við bakið á þeim foreldrum sem eru með sameiginlega forsjá og veitir líka forsjárlausum foreldrum ráðgjöf og upplýsingar.

Stefnuskrá Félag einstæðra foreldra

1. Félag einstæðra foreldra einsetur sér að standa vörð um velferð barna og einstæðra foreldra þeirra. Öll starfsemi, ráðgjöf og þjónusta félagsins á að miða að þessu óháð búsetu, kyni, kynhneigð eða uppruna foreldra og barna.

2. Félag einstæðra foreldra veitir einstæðum foreldrum ráðgjöf, stuðning og handleiðslu óháð opinberum stofnum. Félagð býður upp á ráðgjafarþjónustu á sviðilögfræði, félagsráðgjafar og stuðningsúrræða. Einnig rekur félagið neyðarhúsnæði og leggur til styrki og stuðning.

3. Félag einstæðra foreldra einsetur sér að skapa tengsl milli félagsmanna – og kvenna og byggja starf sitt á hvatningu hvert við annað.Einnig leggur félagiðáherslu á að bæta ímynd einstæðra foreldra og koma í veg fyrir fordóma og kerfisbundna mismun gagnvar tþeim og börnum þeirra.

4. Félag einstæðra foreldra legguráherslu á að kynna félagið og starfsemi þess á fjölbreyttum vettvangi. Þá safnar félagið upplýsingum um hag og málefni einstæðra foreldra og barna þeirra sem og veitir fræðslu.

5. Félag einstæðra foreldra er málsvari einstæðra foreldra gagnvart opinberum aðilum. Í því felst að gefa álit sitt á málefnum er varðar t.d. löggjöf, réttindi og hagsmunamál einstæðra foreldra og barna þeirra.

6. Félag einstæðra foreldra eru landssamtök sem leitast eftir að vera samstarfs- og samráðsvettvangur einstæðra foreldra og annarra aðila sem tengjast þeirra málefnum. Félagið vill vinna fyrir einstæða foreldra um land allt.

Félag einstæðra foreldra leitast eftir að taka þátt í alþjóðasamstarfi við systrasamtök og aðra aðila sem vinna að sameignilegum hagsmunum um einstæða foreldra erlendis. Félagið vill einnig miðla af sinni reynslu og þekkingu til annarra þjóða.

Félag einstæðra foreldra styður einnig við bakið á þeim foreldrum sem eru með sameiginlega forsjá og veitir líka forsjárlausum foreldrum ráðgjöf og upplýsingar.

Lög Félags einstæðra foreldra

1. gr.
Félagið er félagasamtök og nafn þess er Félag einstæðra foreldra og skammstafast FEF.

2. gr.
Félagssvæði þess er allt landið. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík

3. gr.
Einstæðir foreldrar, í lögum félagsins, eru þeir sem fara einir eða með sameiginlega forsjá barna án þess að vera í sambúð eða hjónabandi.

4. gr.
Tilgangur félagsins er að gæta hagsmuna einstæðra foreldra og barna þeirra og hagsmuna barna og foreldra þeirra sem eru í sambúð eða gift, ef til skilnaðar kemur.

Því skal annars fylgt eftir á eftirfarandi hátt:
með því að setja á stofn og starfrækja skrifstofu sem veitir félagsmönnum ráðgjöf og upplýsingar
með öflugri heimasíðu sem inniheldur efni til fræðslu og fróðleiks um ýmis mál sem við kemur félaginu, m.a. um forsjármál, umgengnismál, skilnaðarmál og önnur lagaleg mál tengd félaginu, auk póstlista.
með því að vekja sífellt athygli á hagsmunum félagsins í fjölmiðlum.
með því að kynna stjórnvöldum afstöðu félagsins í hinum einstöku málum sem snerta hag einstæðra foreldra og barna þeirra og reyna í hvívetna að hafa áhrif á stjórnvöld og löggjafarvald varðandi réttarbætur þeim til handa.
með stofnun starfshópa í fleiri sveitarfélögum landsins og aðstoða þau við að efla starf sitt.
með stofnun vinnuhópa sem vinna að ákveðnum málefnum innan félagsins, s.s. fjáröflun, fræðslu og ýmissa málefnahópa. Stjórn setur nánari vinnureglur fyrir þessa hópa.
Með því að reka neyðarhúsnæði fyrir einstæða foreldra í húsnæðisvanda.

5. gr.
Aðild að Félagi einstæðra foreldra geta allir einstæðir foredrar átt, mæður og feður, sambúðar- og hjónafólk og forsjárlausir foredrar. Nú gengur félagi í hjónaband eða sambúð og skal honum heimilt að vera áfram í félaginu.

6. gr.
Forsjárlausir foreldrar og sambúðar- og hjónafólk hafa þó ekki sömu réttindi innan félagsins og foreldrar með forsjá í eftirfarandi aðstoð og starfi félagsins:
Setu í stjórn.
Atkvæðisrétt á aðalfundi félagsins.
Húsnæðisaðstoð.
Námsstyrkir, sumarleikja- og tómstundastyrkir eða aðrir styrkir sem félagið býður upp á.
Annað eftir ákvörðun stjórnar.

7. gr.
Sá sem óskar inngöngu í félagið skal rita skriflega inngöngubeiðni þar um. Úrsögn úr félaginu skal gerð með sama hætti, annað hvort á skrifstofu félagsins, í gegnum heimasíðu þess eða með tölvupósti. Skráning eða úrsögn í gegnum síma telst ekki gild.

8. gr.
Stjórnin hefur almenna umsjón með rekstri og fjárhag félagsins. Skal stjórn fara að gát með alla fjármuni félagsins og eignir þess og hafa hag félagsins að leiðarljósi.

9. gr.
Stjórnin hefur umsjón með rekstri og fjárhag neyðaríbúða að Skeljanesi 6, Reykjavík. Stjórninni er heimilt að taka lán og veðsetja eignir félagsins með samþykki 2/3 hluta atkvæða stjórnarmanna, allt að 30% af matsverði eignanna. Allar frekari lántökur og veðsetningar þarfnast samþykkis félagsfundar. Stjórnin gerir tillögur um kaup eða sölu fasteigna til reksturs neyðarhúsnæðis fyrir félagsfund. Aðeins má ráðstafa eignum félagsins s.s. með veðsetningu þeirra í samræmi við tilgang félagsins sbr. 2. gr.

10. gr.
Æðsta vald félagsins hefur aðalfundur. Aðalfundur skal haldinn einu sinni á ári og eigi síður en 31. maí ár hvert. Reikningsár félagsins er almanaksár.

Til aðalfundar skal boðað með minnst tveggja vikna fyrirvara.

Á aðalfundi skulu tekin fyrir eftirfarandi mál:
Fundur settur
Skipun fundarstjóra og fundarritara
Athuga kjörgengi fundarmanna og lögmæti fundar kannað
Skýrsla stjórnar og umræður
Skýrsla nefnda og umræður
Ársreikningar bornir upp til samþykktar
Ákvörðun félagsgjalda
Lagabreytingar
Kosning formanns
Kosninga stjórnar og varamanna
Kosning endurskoðenda
Önnur mál
Fundargerð lesin upp og borin til samþykktar

Aðalfundur er löglegur ef löglega hefur verið til hans boðað. Hver kosningabær félagsmaður hefur eitt atkvæði. Á aðalfundi ræður afl atkvæða úrslitum og hafa allir skuldlausir félagsmenn rétt til að kjósa, sbr. þó 6. gr.

Styrktaraðilar hafa rétt til setu á fundinum en ekki atkvæðisrétt.

Fullnægjandi boðun á aðalfund telst birt boðun á heimsíðu félagsins og í dagblaði.

11. gr.
Stjórn félagsins fer með málefni milli aðalfunda. Stjórnin er skipuð fimm mönnum, formanni og fjórum meðstjórnendum. Aðalfundur kýs formann annað hvert ár í sérstakri kosningu.

Fjórir meðstjórnendur og tveir varamenn eru kosnir til eins árs í senn.

Hætti stjórnarmaður störfum áður en fyrsta starfsári hans er lokið tekur varamaður sæti í stjórn fram að næsta aðalfundi.

Sama manni er heimilt að sitja lengur í stjórn en eitt kjörtímabil.
Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum og kýs varaformann, ritara og gjaldkera.
Stjórnin heldur fundi a.m.k. á fjögurra vikna fresti.

12. gr.
Lögum félagsins er aðeins hægt að breyta á aðalfundi. Tillögur til breytinga á lögum félagsins þurfa að hafa borist stjórninni í síðasta lagi 15 dögum fyrir boðaðan aðalfund og skulu þær kynntar á heimasíðu félagsins með fundarboði.

13. gr.
Ákvörðun um slit félagsins verður aðeins tekin á aðalfundi og þarf til þess samþykki 2/3 hluta fundarmanna. Skal boða til fundar 4 vikum eftir samþykki aðalfundar þar sem ákvörðun skal tekin um hvernig eignum félagsins skal varið.

Þannig samþykkt á aðalfundi FEF 26. maí 2007.

Comments are closed.