Rannsóknastyrkur vor 2013

 

Félag einstæðra foreldra mun á vorönn 2013 styrkja rannsóknir nemenda háskólanna.
Um er að ræða tvo 75 þúsund króna styrki fyrir BA- og MA- ritgerðir eða aðrar rannsóknir / greinar / erindi um málefni einstæðra foreldra.

Þeir sem hafa áhuga á að sækja um slíkan styrk er bent á að skrifa stutta lýsingu á verkefninu á netfang félagsins: fef@fef.is og láta einnig fylgja grunnupplýsingar um viðkomandi umsækjanda.

Félag einstæðra foreldra mun svo fjalla um hvert verkefni fyrir sig með tilliti til kynningar á því meðal félagsmanna.

Umsóknarfrestur til að sækja um styrk er til 20. janúar 2013.

Comments are closed.