Jólaopnun yfir hátíðirnar

Félag einstæðra foreldra er komið í jólafrí. Við erum þó með opið fyrir síma milli 10-12 á virkum dögum yfir jólin. Viðtöl og ráðgjöf hefst aftur miðvikudaginn 15 janúar 2014. Við óskum ykkur öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári.

Category: Fréttir, Fróðleikur · Tags:

Hver er raunveruleikinn hjá einstæðum foreldrum í dag?

Hverjir leita til Félags einstæðra foreldra? Til félagsins leita mestmegnis einstæðar mæður eftir sambúðarslit eða skilnað.

Er fátækt á meðal einstæðra foreldra á Íslandi í dag?

Fátækt er oftast tilkomin vegna þjóðfélagslegs vanda, atvinnuleysis, láglaunastarfa eða of lágra bótagreiðslna. Það vill stundum gleymast í dagsins önn að einstæðir foreldrar með börn hafa einungis einar ráðstöfunartekjur. Þær tekjur eru misjafnar, allt frá því að teljast góðar tekjur til mjög lágra tekna, sem eru mun lægri en nýleg lágmarksframfærsluviðmið.

Category: Fróðleikur · Tags: