Skrifstofa Félags einstæðra foreldra opnunartími

Skrifstofa félags einstæðra foreldra er til húsa að Túngötu 14. Símanúmer skrifstofu er 551-1822 og netfangið er fef@fef.is Við erum opin fyrir öllum hugmyndum félagsmanna, viljum halda uppi virkri umræðu og þjónusta okkar fólk eftir bestu getu. Ekki hika við að hafa samband.          

Category: Fréttir, Fyrirsagnir, Þjónusta · Tags:

Við bjóðum sáttarmiðlun

Félag einstæðra foreldra býður nú upp á sáttamiðlun í umgengnis-, forræðis- og lögheimilismálum. Hjá félaginu eru bæði félagsráðgjafi og lögfræðingur sem sinna almennri ráðgjöf sem og sáttamiðlun. Markmið með sáttamiðlun er að aðstoða foreldra að gera samning um þá lausn máls sem er barni fyrir bestu. Hægt er að panta tíma í síma 551-1822 eða […]

Category: Fréttir, Fyrirsagnir · Tags:

Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir einstæðar mæður

Félagið býður uppá sjálfstyrkingarnámskeið fyrir einstæðar mæður. Námskeiðið er haldið milli kl 17.00-19.00 þriðjudaginn 9 desemeber. Skráning á fef@fef.is. Námskeiðið er félagsmönnum að kostnaðarlausu. Kristín Tómasdóttir (BA-í sálfræði) kennir námskeiðið og byggir það á sjálfstyrkingarnámskeiðum sem hún hefur hannað á undanförnum árum samhliða bókaskrifum fyrir stelpur.

Category: Fréttir, Fyrirsagnir · Tags:

Nýttu þér ráðgjöfina

Hjá FEF starfa félagsráðgjafi og lögfræðingur. Þeir veita ráðgjöf varðandi ýmis málefni svo sem forsjá, skilnaði, félagsleg vandamál og fleira. Viðtalstímar eru eftir samkomulagi en þá má panta í síma 5511822 fyrir hádegi eða með tölvupósti í fef@fef.is Þjónustan er ókeypis fyrir félagsmenn og öllum er velkomið að nýta sér hana.

Hver er raunveruleikinn hjá einstæðum foreldrum í dag?

Hverjir leita til Félags einstæðra foreldra? Til félagsins leita mestmegnis einstæðar mæður eftir sambúðarslit eða skilnað.

Hvað felst í því að fara með forsjá?

Barn á rétt á forsjá foreldra sinna, annars eða beggja. Sá sem fer með forsjá barns ræður persónulegum högum barnsins, ákveður búsetu þess og fer einnig með lögformlegt fyrirsvar þess, t.d. í dómsmáli.

Forsjá við skilnað eða samvistarslit foreldra

Ákveða þarf forsjá barns við skilnað foreldra að borði og sæng eða lögskilnað ef óskað er lögskilnaðar án undanfarandi skilnaðar að borði og sæng. Eins þarf að ákveða forsjá barns þegar foreldrar slíta sambúð sem skráð er í þjóðskrá. Foreldrar geta ákveðið með samningi að fara sameiginlega með forsjá barns eða annað hvort foreldra fari […]

Barnalögin

Um foreldraskyldur og forsjá barns er nánar fjallað í V. kafla barnalaga, um dómsmál vegna ágreinings um forsjá barns í VI. kafla og um framkvæmd forsjárákvörðunar í VII. kafla barnalaga.