Þinn réttur – Tímabundin ókeypis tannlæknaþjónusta fyrir börn

Fyrir skömmu samþykkti ríkisstjórnin að veita tímabundið ókeypis tannlæknaþjónustu fyrir börn tekjulágra foreldra/forráðamanna. Tryggingastofnun mun taka á móti umsóknum og vinna þær, en tannlæknar á tannlæknadeild Háskóla Íslands meta hvað teljast nauðsynlegar tannlækningar og þar er þjónustan veitt.

Réttur barns til þess að tjá sig

Ef barn hefur náð nægilegum þroska skal gefa því kost á að tjá sig um mál. Þetta er þó ekki gert ef það er talið geta haft skaðleg áhrif á barnið eða hefur enga þýðingu fyrir úrslit málsins.

Framkvæmd forsjárákvörðunar

Ef sá sem barn dvelst hjá neitar að afhenda það réttum forsjármanni getur forsjármaður gert kröfu um það fyrir dómi að honum verði afhent barnið.

Styrkjum börn til sumardvalar

Félag einstæðra foreldra í samstarfi við Velferðarsjóð barna býður árlega börnum og ungmennum til viku sumardvalar foreldrum að kostnaðarlausu.