Nýttu þér ráðgjöfina

Hjá FEF starfa félagsráðgjafi og lögfræðingur. Þeir veita ráðgjöf varðandi ýmis málefni svo sem forsjá, skilnaði, félagsleg vandamál og fleira. Viðtalstímar eru eftir samkomulagi en þá má panta í síma 5511822 fyrir hádegi eða með tölvupósti í fef@fef.is Þjónustan er ókeypis fyrir félagsmenn og öllum er velkomið að nýta sér hana.

Þinn réttur – Tímabundin ókeypis tannlæknaþjónusta fyrir börn

Fyrir skömmu samþykkti ríkisstjórnin að veita tímabundið ókeypis tannlæknaþjónustu fyrir börn tekjulágra foreldra/forráðamanna. Tryggingastofnun mun taka á móti umsóknum og vinna þær, en tannlæknar á tannlæknadeild Háskóla Íslands meta hvað teljast nauðsynlegar tannlækningar og þar er þjónustan veitt.

Styrkjum börn til sumardvalar

Félag einstæðra foreldra í samstarfi við Velferðarsjóð barna býður árlega börnum og ungmennum til viku sumardvalar foreldrum að kostnaðarlausu.